Eins og allir vita sem eru læsir og hafa heyrn þá er eitt helsta hugðarefni forréttindafemínista það að allstaðar sem fólk kemur saman skuli helmingur vera konur – nema í fangelsum. Umræðuþættir í sjónvarpi og útvarpi, blöð, stjórnir fyrirtækja, stjórnunarstöður og hvaðeina verða að skarta a.m.k. að helmingi konum. Allt annað sannar að ísland er bara ógeðslegt feðraveldi.
Þetta var a.m.k. ofarlega á baugi hjá forréttindafemínistanum sem sendi skeyti inn á póstlista Femínistafélagsins og bað um konu til að halda ræðu á yfirstandandi kröfufundum byltingarinnar á Austurvelli – svona í anda rétttrúnaðarins. Maður skyldi líka ætla að á póstlista Femínistafélagsins væri líka gnótt kvenna sem iðuðu í skinninu að láta til sín taka í anda þeirra krafna sem þær sjálfar halda á lofti.
Það svaraði engin.
SJ
7.12.2009
Blogg