Vísir.is birtir nú frétt þess efnis að Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafi samþykkt að Skúlagata breyti um nafn og heiti eftirleiðis Bríetartún eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, fyrsta kvenborgarfulltrúa Reykjavíkur. Einnig munu þrjár nálægar götur bráðlega bera nöfn kvenskörunga eins og það er orðað í fréttinni.
Ef fjöldi pósta á póstlista Femínistafélags íslands gefur einhverja vísbendingu um vægi málefna er ljóst að hér er á ferðinni mjög mikilvægt málefni. Í umræðunni á listanum kemur glögglega fram að þeim sem þar rita finnist skemmtilegast af öllu að Skúlagatan sé að skipta um nafn fyrir þær sakir að aðsetur Frímúrarareglunnar eru einmitt við þessa götu. Blaðakona Vísis reifar einnig þessar hugmyndir og veltir fyrir sér, eins og femínistarnir, hvort frímúrararnir við Skúlatöguna muni nokkurntíma jafna sig á því áfalli sem þeir hljóti að verða fyrir við þessa nafnabreytingu.
Um það skal ósagt látið en Bloggið óskar hinsvegar konum þessa lands innilega til hamingju með þennann merka áfanga. Það hlítur að vera bara rétt aðeins bærilegra að vera kona á Íslandi eftir þessa breytingu.
SJ
18.12.2009
Blogg