Ef ykkur vantar eitthvað að lesa í dag, þá er vel hægt að mæla með pistli Ragnheiðar Eiríksdóttur frá því 2. júlí sl.
Pistilinn birti hún á Pressunni undir yfirskriftinni ,,Elsku karlmenn, þið eruð alveg að verða óþarfir!„.
Hér fara valdir kaflar:
,,
Sambúð með körlum er ómöguleg og niðurdrepandi reynsla”
,,Ég þekki varla einn einasta einstakling sem hefur búið með karli og komist algjörlega heil/l út úr þeirri reynslu.”
,,Barneignir krefjast að minnsta kosti eins eggs úr konu og einnar sáðfrumu úr karlmanni. Þannig að kannski væri æskilegt að hafa þá nærri, svona á stundum. Og þó! Tæknifrjóvgun er raunhæfur kostur fyrir nánast hvaða konu sem er í nútímasamfélagi.”
,,Ef til vill væri tilvalið að staðsetja karlaver, svipað og gagnaver, á Miðnesheiði. Þar er nægt húsnæði og prýðileg loftræsting. Mörgum ykkar virðast nægja fjórir veggir, ísskápur með bjór, sími til að hringja á pizzu, leikjatölva og gott sjónvarp. Það færi örugglega mjög vel um ykkur þarna. Svo gætu konur óskað eftir nærveru ykkar endrum og sinnum til ástarleikja eða annarra viðvika.”
Ég óska Ragnheiði til hamingju með sig.
SJ
4.7.2015
Blogg, Tilvitnanir