Er Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir meðlimur í Stóru systur?

22.10.2011

Blogg

Í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 20. okt. sl. eru þau leidd saman Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstjóri vændisathvarfs Stígamóta og Brynjar Níelsson formaður Lögmannafélags Íslands. Umræðuefnið er aðgerðahópurinn Stóra systir og aðgerðir hans á undanförnum vikum.

Ég verð að segja að við það að hlusta á Steinunni vaknaði hjá mér óþægilegur grunur um að hún tilheyrði, og væri virkur þátttakandi í Stóru systur. Það skal tekið fram að í byrjun viðtalsins sver Steinunn af sér þátttöku í hópnum en það hefur óhjákvæmilega minna vægi en eðlilegt væri, einkum þar sem enginn meðlimur hópsins hefur viljað tengjast honum undir nafni og um það virðist ríkja samkomulag innan hans. Steinunn hefði því aldrei getað annað en afneitað tengslum við hópinn, væru tengslin á annað borð fyrir hendi. Síðan segir Steinunn:

„auðvitað væri best ef að lögreglan gæti gert það alveg sjálf sjálf [hafi eftirlit] en ef hún getur ekki gert það, þá er kannski bara ágætt að við aðstoðum hana“.

og;

„það er nú þannig að ef maður setur auglýsingar, t.d. inn á einkamál.is, semsagt þá þarf maður ekki einu sinni að auglýsa vændi […] það þurfti ekki einu sinni neitt plat að fara fram […] manni var að fyrra bragði boðin peningur“

Ef við gefum okkur að rétt sé að Steinunn sé meðlimur og þátttakandi í Stóru systur þá veldur það mér engum sérstökum áhyggjum að hún vilji leyna því í ljósi þeirrar leyndarhyggju sem hópurinn aðhyllist. Hitt þykir mér alvarlegra að Steinunn er verkefnisstjóri Vændisathvarfs Stígamóta sem sett var á stofn með styrk úr opinberum sjóðum og er alfarið rekið fyrir almannafé.

Steinunn er launaður starfsmaður vændisathvarfsins og ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finndist skítalykt af því ef Steinunn þiggur opinbert fé á öðrum endanum á sama tíma og hún reynir að framleiða vandamálið sem hún á að berjast gegn, á hinum endanum.

Einhverjum kann að yfirsjást siðleysið sem felst í þessu en einkum þó forréttindafemínistum spái ég.

SJ

4 athugasemdir á “Er Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir meðlimur í Stóru systur?”

 1. Gunnar Says:

  Áhugavert: http://www.dv.is/frettir/2011/10/21/eigendur-einkamal-oska-eftir-samstarfi-vid-stigamot/

  Steina á ekki orð til að lýsa ánægju sinni með stóru en þegar svo einkamál.is falast eftir samstarfi við samtök hennar þá „sér hún ekki flöt á því“ 🙂

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Það er ekki erfitt að ímynda sér að sumir hafi meiri áhuga á vandamálinu en lausnunum þegar umleitunum einkamál.is er tekið svona fálega.

 3. Unnur B Says:

  En ánægjulegt að rekast á þetta blogg, – hvað ég er sammála! Það lítur út fyrir að almannaféð fari í það að hún sitji við tölvuna allan daginn inni á einkamal.is og leiti sér að vændi og auglýsi vændi…
  Farið hefur fé betra.
  Og loks þegar einhver er til í að gera eitthvað í málinu segir hún nei… Hún hefur greinilega meira gaman af því að hanga inni á einkamal.is og nöldra í fjölmiðlum en að reyna að leitast eftir lausn.

 4. Sigurður Jónsson Says:

  Velkomin Unnur og takk fyrir innleggið. Já, það ljáir baráttu þeirra ekki beinlínis trúverðugleika að hafna tækifæri um samstarf til að sporna við vandanum.

  Hugsanlega má skilja þetta sem svo að Steinunn viti að það er erfitt fyrir einkamál að sporna við þessu enda fari þetta að mestu fram í samskiptum einstaklinga frekar en að vændi sé auglýst með beinum og greinilegum hætti. Þá er kannski betra að sitja í skotgröfinni sinni og heimta aðgerðir sem samtökin vita greinilega ekki sjálf hvernig á að útfæra.

%d bloggurum líkar þetta: