Kynungabók: Klám er ofbeldi

16.10.2011

Blogg

Í huga kvennanna fimm sem ritstýrðu Kynungabók er klám ekki loðið og teygjanlegt hugtak, eins og maðurinn sagði, síður en svo. Á bls. 48 segir:

„Klám hefur verið skilgreint á þann hátt að það sé efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar“

Raunar ganga þær lengra á öðrum stað og segja til skilgreingar á hugtakinu kynbundið ofbeldi:

„Hugtakið kynbundið ofbeldi er notað um ofbeldi sem karlar beita konur svo sem […] klám“

Þetta er sannkallaður harðkjarni hjá stelpunum.

SJ

,

6 athugasemdir á “Kynungabók: Klám er ofbeldi”

 1. Eyjólfur Says:

  Þá þarf eiginlega óhjákvæmilega að finna nýtt hugtak yfir megnið af því sem í daglegu tali er nefnt klám, því það fellur sannarlega ekki undir þessa skilgreiningu.

 2. Sigurður Jónsson Says:

  Já, þetta er furðuleg tilraun til fella klám undir baráttu gegn feðraveldinu. Ég get alveg virt það við þær að hafa þá skoðun að vera á móti klámi en að klæða það í þennan búning og kenna það er einfaldlega arfavitlaust.

  Það væri gaman að spyrja þær nánar út í þessa skilgreiningu. T.d. með tilliti til kláms sem konur framleiða. Ætli þar sé um að ræða ofbeldi sem karlar beita hlutaðeigandi konur?

 3. Páll Says:

  haha! Er ekki bara fínt að þær fái að mala þessa vitleysu óáreittar? Ungt fólk lærir þá snemma að það er lítið mark takandi á þeim.

 4. Einar Þór Says:

  “Klám hefur verið skilgreint á þann hátt að það sé efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar”

  Spurning hvort þær meini þetta sem prescriptive eða descriptive skilgreyningu. En, þar sem niðurlæging er einstaklingsbundið mat á huglægu ástandi, þá er þetta reyndar ónýt skilgreining á báðan hátt…

 5. Einar Þór Says:

  Trúi ekki að ég hafi skrifað skilgreiningu með ‘y’…. :facepalm:

 6. Sigurður Jónsson Says:

  Takk fyrir innleggið Einar. Já, ég fæ þessa skilgreiningu þeirra bara engan veginn til að ganga upp í hausnum á mér. Hvað þá þegar þær segja að klám sé ofbeldi sem karlar beita konur. Hvað með klámefni sem sýnir t.d. sjálfsfróun einnar konu, eða tvær konur í atlotum? Heimagert klám? hommaklám eða klám sem er framleitt af konum? Nú eða það klám sem sumir segja að helst höfði til kvenna; ritað klám?

%d bloggurum líkar þetta: