Kynungabók: Aðeins karlar beita kynbundnu ofbeldi

3.9.2011

Blogg

Ég er alltaf að læra að meta Kynungabók betur og betur. Það er í sjálfu sér ágætt að forréttindafemínistar gefi út sem mest af efni. Þá getur venjulegt fólk séð svart á hvítu hvað þessi hreyfing stendur fyrir.

Mig hefur t.d. lengi grunað að hugtakið kynbundið ofbeldi sé fyrst og fremst sett fram til að taka ofbeldi gegn konum út fyrir sviga og beina kröftum samfélagsins að baráttu gegn því í meira mæli en annarskonar ofbeldi.

Kynungabók tekur nú af allan vafa um þetta en skv. bókinni er kynbundið ofbeldi bara það ofbeldi sem karlar beita konur. Ekki ofbeldi sem konur beita karla eða sveinbörn ef út í það er farið. Á bls. 33 segir:

„Hugtakið kynbundið ofbeldi er notað um ofbeldi sem karlar beita konur svo sem nauðganir, mansal, vændi, ofbeldi í nánum samböndum, kynferðislega áreitni og klám“

Við þökkum konunum í ritstjórn Kynungabókar kærlega fyrir að setja þetta fram opinberlega.

SJ

,

2 athugasemdir á “Kynungabók: Aðeins karlar beita kynbundnu ofbeldi”

  1. Páll Says:

    Hvað er „kynbundið“ ofbeldi yfir höfuð? Hvaða enska hugtak er verið að þýða? Ef það er sexual violence þá er það röng þýðing en yfir það eigum við hugtakið kynferðisofbeldi.

  2. Jens Ívar Says:

    Gender based violence

    Það er hægt að skoða afleiðingar og hugleiðingar á WHO

    http://www.who.int/topics/gender_based_violence/en/

%d bloggurum líkar þetta: