Ég átti um daginn stutt skoðanaskipti (skrifleg) við Breskan félaga minn sem hefur búið hérlendis um nokkurra ára skeið. Af einhverjum ástæðum barst tal okkar að tilteknu jafnréttismáli þar sem mér fannst hann sýna og hygla karlfyrirlitningu. Enska orðið fyrir karlfyrirlitningu er Misandry.
Það vakti furðu mína að þessi maður þurfti að fletta orðinu upp. Ég gæti svosem vel skilið að fólk sem ekki hefur ensku að móðurmáli þurfi að gera það en mér þótti athyglisvert að enskumælandi maður þyrfti þess.
Mér finnst þetta segja meira en þúsund orð um stöðu jafnréttismála í hinum siðaða heimi.
SJ
15.1.2011
Blogg