Það fjölgar í hópi þeirra kvenna sem leyfa sér að segja að Hrunið hafi verið körlum að kenna og konur hafi bara staðið hlutlausar hjá og furðað sig á þessum strákabjánum – sligaðar af kvenlegri áhættumeðvitund.
Þannig birtir dv.is þann 4. jan. sl. frétt sem ber titilinn „Karladrifin og strákaleg útrás“. Þar segir af fræknum árangri Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttaritara hjá Ríkisútvarpinu í umfjöllun um umsvif Íslendinga erlendis. Þá segir af rannsókn sem Sigrún vann fyrir Útflutningsráð og IMG og þátttöku hennar í umræðum um íslensku útrásina hjá Viðskiptafærðistofnun Háskóla Íslands í byrjuna árs 2007. Í fréttinni segir að:
„henni fyndist íslenska útrásin karladrifin, að yfirbragðið væri svolítið strákalegt og að heilt á litið væri íslenska útrásin ótrúlega karlkyns„
Mér leikur forvitni á að vita; Hvað er það sem gerir atvinnulíf karlkyns? og hvað ætli hún eigi við með „karldrifin“? eða hver í ósköpunum ætli einkenni strákalegs yfirbragðs sé? Kannski Sigrún geti þá líka bent á eitthvað sem er ótrúlega kvenkyns og þá líka væntanlega miklu betra í atvinnulífinu?
Ef það má nota opinbert fé (Útflutningsráðs) til að komast að og gefa út að tiltekinn hluti atvinnulífsins sé ótrúlega karlkyns, ætli mætti þá líka nota opinbert fé til að komast að því að eitthvað sé svo agalega slæmt að það sé kvenkyns?
Varla. Reyndar er ég bara nokkuð viss um að ef fram kæmi karlmaður sem hefði gert rannsókn á sem sýndi fram á að eitthvað í atvinnulífinu væri kvenkyns þá held ég að sá hinn sami hefði þar með stimplað sig út í síðasta sinn.
SJ
9.1.2010
Blogg