Ég ætla að tileinka þessa færslu öllum þeim femínistum sem segjast aldrei verða varir við viðhorf karlfyrirlitningar í fari kvenna.
Sjáðu fyrir þér Kastljósþátt hjá Ríkissjónvarpinu. Ímyndaðu þér að í þættinum sé rætt við þrjá mektarmenn úr stjórnmálum og atvinnulífinu. Umræðuefnið er hvað konur séu andlega takmarkaðar og hversvegna verði að takmarka þátttöku þeirra í íslensku atvinnulífi eða a.m.k. hluta þess.
Einn karlinn bendir á að konur séu óæskilegar nema þær hugsi eins og karlmenn og annar segir að reynslan sýni að karlar séu líklegri til að fórna sér fyrir aðra heldur en konur. Þá er því fleygt að konur séu bara eitthvað svo 2007 og að þeim fylgi baktjaldamakk sem verði úr sögunni um leið og karlmönnum verði skipaður sess þeim við hlið til að stemma stigu við siðferðilegri hnignun sem hlotist hefur af þessu siðspillta kyni sem fengið hefur að ganga laust allt of lengi.
Horfðu svo á þennan Kastljósþátt:
Það er óhætt að segja að Halla Tómasdóttir, Lilja Mósesdóttir og Kristín S. Hjálmtýsdóttir fari á kostum í þessu innslagi. Að úthúða karlmönnum í Ríkissjónvarpi allra landsmanna þykir greinilega bara sniðugt.
SJ
22.3.2012 kl. 8:47
Ég hef aldrei tekið neinn skilning á neitt … sérstaklega ekki þeirra sem eru í minni fjölskyldu hahaha.
22.3.2012 kl. 12:53
Ég sé nú ekkert að því sem Halla segir, það á allt rétt á sér að mínu mati. En aftur á móti það sem hinar dömurnar láta út úr sér er.. já.. yrði mikið múgæsingsmál ef karlmaður myndi segja það sama en með öfugum kynjum.
22.3.2012 kl. 20:31
Ég vil snúa þessu við. Hrunið var konunum að kenna þar sem þær voru ekki í fyrirtækjarekstri, bankarekstri eða stjórnun fyrirtækja og banka. Ef þær hefðu verið á réttum stöðum hefði þetta ekki gerst og því er þetta konum að kenna 🙂
22.3.2012 kl. 23:51
Ég gat bara ekki klárað að horfa á þetta, ofbauð vitleysan algjörlega á endanum.. Er þó sammála Höllu um flest sem hún sagði í þessu viðtali, en spyr mig af hverju sumt langskólagengið fólk leggur fræðilega og sjálfstæða hugsun algjörlega til hliðar þegar í pólitík kemur. „Hugsa eins og konur“, „kvennlæg hugsun“ – er það eins og Indira Ghandi hugsaði, eða Benazir Butto, Birna Einars, Hillary Clinton, Elín Sigfúsdóttir, Eva Peron, Vigdís Finnbogadóttir, Imelda Marco, Dísa í Worldclass, Madonna, Sigríður í Brattholti, Jóhanna Sigurðar, Bára bleika – eða hver? Þessar konur „hugsuðu“ ekki allar eins, hegða sér ekki eins, svo mikið er vísst. Og hvað eiga þá þessar viðtalskerlur við?
Þeirra tilgangur er ekki sérstaklega að bæta efnahagskerfið að mínu mati. Nei, því ég held að þær hafi ekkert lagt sjálfstæða hugsun til hliðar, og viti sem er, að það er ákveðnir eiginleikar, viðhorf og siðferði, sem líklegra hefði verið tl að skila fyrirtækjum og fjármálastofnunum betri stöðu og að þessir eiginleikar eru bundnir við einstaklinga en ekki kyn. Og fyrst þær geta hugsað sjálfstætt, af hverju segja þær þetta? Jú þetta er pólitík sem snýst um vinsældir en ekki endilega að gera það sem er best til langs tíma.
Annars er best að testa þetta, og bjóða síðari tveim viðmælendunum að fá í hendur 100 milljónir, sem þær verða að ávaxta um 3,5% raunávöxtun fyrir Fjölskylduhjálpina að viðlögðum refsingum. Og sjá hvar þær myndu fjárfesta eða ávaxta féð. Myndi kynjasamsetning stjórna ráða þar eða fyrri saga fjárfestinga og árangurs? Hvað finnst ykkur líklegast?
24.3.2012 kl. 19:41
Þú hittir naglann á höfuðið. Það eru einstaklingsbundnir eiginleikar sem hafa áhrif á þætti eins og starfsval, árangur í starfi og áhættusækni. Það eru reyndar til rannsóknir sem sýna að áhættusækni kvenna er ekkert minni en karla og enginn hefur sýnt fram á að þær konur sem voru í áhrifastöðum fyrir hrun hafi sýnt þá eiginleika sem þessar konur vilja kalla kvenlega.
Það má segja að það sé verið að framkvæma rannsóknina sem þú stingur upp á. Halla Tómasdóttir starfar jú hjá Auði Capital sem ég held að hafi nú ekki verið með mikið stærri efnahag en 100m í upphafi. Það fyrirtæki gefur sig út fyrir að vera að vinna á annan og kvenlegri hátt.
Sjálfum finnst mér allt tal um að konur geti, kyns síns vegna, ávaxtað fé betur en karlmenn. Það minnir mig á talið um nýja hagkerfið sem var allsráðandi í kringum síðustu aldamót áður en netbólan sprakk og svo víkingaþankaganginn sem var allsráðandi í aðdraganda síðasta efnahagshruns.
Sjáum hvernig Auði gengur. Þær hafa reyndar verið að ráða til sín karla upp á síðkastið. Þeim fjölgaði t.d. í stjórn fyrirtækisins á síðasta aðalfundi.
26.3.2012 kl. 14:04
Þetta er nú kanski betri skýring á því hvernig fjármálalífið hefur hagað sér heldur en að kenna einhverjum almennum karlahugsunarhátt um það. Ég mæli með því að horfa á allt videóið.
26.3.2012 kl. 14:07
Það var þessi partur sem átti að fylgja með 🙂
26.3.2012 kl. 14:08
26.3.2012 kl. 14:41
Velkominn nafni og takk fyrir innleggin. Já ég veit svosem ekki mikið um „síkópata“ en þetta er forvitnilegur vinkill og jafnframt vandmeðfarinn.