Kvenrembur í blindgötu

12.10.2010

Blogg

Ég má til með að benda á góðan leiðara Jóns Trausta Reynissonar á dv.is þar sem hann gerir kvenrembu (kynrembu) að umtalsefni sínu. Hann tiltekur þrjú dæmi af framákonum frá miðju, vinstri og hægri væng stjórnmálanna þar sem þær fara niður á það lága plan í störfum sínum að vísa með niðrandi hætti til kynferðis mótherja sinna – karlmanna í þessum dæmum.

Hér bendir Jón á fyribæri sem er að verða meira og meira áberandi, þ.e. kvenrembuna og þann tvískinnung sem konur, sem jafnvel titla sig femínista, láta standa sig að æ oftar.

Það er gaman að sjá að einhver fjölmiðill er að vakna til vitundar um þetta. Ég efast ekki eitt stundarkorn um að ef þingmaður eða ráðherra af karlkyni myndi láta sér detta í huga að tala á niðrandi hátt um konur þá væri ég búinn að heyra, sjá og lesa um það í öllum fjölmiðlum landsins áður en kvölda tæki.

Sjá leiðara Jóns Trausta hér.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: