Kyn og loftlagsbreytingar

5.4.2010

Blogg

Líklega muna flestir eftir stóra smáralindarbæklingsmálinu – þ.e. þegar, áður lítt þekktur,  femínisti og fjölmiðlafræðingur fór hamförum yfir mynd á forsíðu auglýsingabæklings Smáralindar.

Myndin sýndi stúlku á fermingaraldri teygja sig eftir bangsa. Femínistinn sá fyrir sér hreint ótrúlega atburðarrás sem m.a. fól í sér kynlíf milli stúlkunnar og karlkyns lesenda blaðsins, helst tveggja í einu, enda fannst henni stúlkan vera í „velþekktri stellingu úr klámmyndum“ þar sem hún hafði hallað sér fram til að teygja sig eftir bangsanum. Margir femínistar tóku undir þessi ummæli hennar og umræður um myndbirtingar sem hlutgerðu konur spunnust m.a. á póstlista Femínistafélags Íslands.

Hugur minn leitaði ósjálfrátt til þessara ummæla og umræðunnar í kjölfarið þegar ég sá Rannsóknarstofu í kynja- og kvennafræðum (RIKK) auglýsa ráðstefnuna „Kyn og loftlagsbreytingar“ á vef sínum þar sem eflaust á að sýna fram á hvernig loftlagsbreytingar bitna verr á konum en körlum. Auglýsingin var nefninlega myndskreytt með þessari mynd:

Vegir forréttindafemínisma eru órannsakanlegir

Það er nefninlega það. Mynd af nakinni konu á fjórum fótum, að því er virðist inni í snjóhúsi, valin af femínistunum sjálfum.

Hlýtur hún ekki að vera að bíða eftir eskimóa?

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: