Atvinnumál kvenna

7.2.2010

Blogg

Betra er að vera atvinnulaus kona en atvinnulaus karl

Í dag rennur út frestur til að sækja um styrki til atvinnumála kvenna.

Atvinnumál Kvenna er verkefni vistað af Vinnumálastofnun fyrir Félags- og tryggingamálaráðuneytið sem sett var á laggirnar árið 1991. Frá þeim tíma hefur verkefnið úthlutað 15 – 20 milljónum til atvinnumála kvenna árlega en á síðasta ári var ráðin starfsmaður til verkefnisins og upphæð til ráðstöfunar hækkuð umtalsvert eða í 50 milljónir.

Um stofnun verkefnisins á vef Atvinnumála Kvenna segir:

„Síðan 1991 hafa styrkir verið veittir til kvenna sem hafa góðar viðskiptahugmyndir en það var þáverandi félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sem kom því verkefni af stað.  Á þeim tíma var atvinnuleysi kvenna töluvert og styrkirnir ætlaðir sem mótvægi við það og sem tækifæri fyrir konur í viðskiptum með því að auka aðgengi kvenna að fjármagni“

Ég skoðaði tölur um atvinnuleysi á vef Vinnumálastofnunar. Reyndar fann ég ekki tölur um atvinnuleysi árið 1991 en árið 1992 var atvinnuleysi kvenna á öllu landinu 3,6% en karla 2,6%. Gott og vel, við skulum líta fram hjá þeim ólíku ástæðum sem geta legið að baki atvinnuleysi karla og kvenna, t.d. því að konur eru oftar í þeirri aðstöðu að geta einfaldlega valið atvinnuleysi og verið heimavinnandi á meðan karlinn er fyrirvinna heimilisins.

Það er nefninlega annað sem vekur meiri eftirtekt og furðu. Þ.e. sú staðreynd að á sama tíma og framlög til Atvinnumála kvenna er hækkað upp í 50 milljónir, þ.e. þrefaldað þá hafa karlar tekið fram úr konum í atvinnuleysi en þegar þetta er skrifað eru tölur um atvinnuleysi þessar:

Karlar á atvinnuleysisskrá: 9.819 eða 59,4% atvinnulausra
Konur á atvinnuleysissrká: 6.704 eða 40,6% atvinnulausra

Þetta mætti líka orða öðruvísi þar sem atvinnulausir karlar eru um 47% fleiri en atvinnulausar konur eða helmingi fleiri. Hvernig Félags- og tryggingarmálaráðuneytið telur það réttlætanlegt að auka styrki til kvenna sem upphaflega voru veittir til höfuðs hærra atvinnuleysi kvenna – þegar atvinnulausir karlar eru orðnir helmingi fleiri en atvinnulausar konur- veit ég ekki en eitt er þó alveg dagljóst; Það er helmingi betra að vera atvinnulaus kona en atvinnulaus karl á Íslandi í dag.

Forréttindafemínismi?

SJ

, ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: