Á mbl.is segir frá auglýsingu norsks vogunarsjóðs sem auglýsir eftir konu til stjórnarsetu í norska fjarskiptafélaginu Telio. Við fyrstu sýn kynnu einhverjir jafnréttissinnaðir einstaklingar að telja þetta brot á lögum um jafnan rétt og jafna stöðu karla og kvenna sem banna að atvinnuauglýsingum sé beint til annarshvors kynsins.
Þetta á sér þó skýringar í því að skv. norskum lögum er fyrirtækjum skylt að hafa konur í stjórnum sínum þar eð lög um kynjakvóta hafa verið innleidd. Strax eftir lögfestingu kynjakvóta bar á skorti á hæfum konum til að sinna stjórnarstörfum. Þá farið var að stað með helgarnámskeið í fyrirtækjarekstri fyrir konur sem skapaði eitthvað framboð.
Nú leita þeir út fyrir landsteinana eftir hæfum konum sem ekki verður séð að gagnist þeim norsku konum sem löggjöfin átti að gagnast.
Athyglisvert.
SJ
28.1.2010
Blogg