Laug til um nauðgun – sýknuð

12.10.2009

Blogg

Þann 4. nóvember 2008 hafði ung stúlka samband við lögreglu og sagði fjóra menn hafa nauðgað sér í Reykjavík. Mennirnir voru handteknir, látnir gangast undir líkamsrannsókn og síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Mönnunum varð það til happs að einn þeirra hafði tekið samskiptin upp á síma sinn og því var til upptaka af hinni meintu nauðgun. Á Vísi.is segir:

„Samkvæmt heimildum fréttastofu verður ekki séð á upptökunni að stúlkan hafi verið beitt ofbeldi heldur virðist hún þvert á móti vera að heimta fíkniefni af mönnunum í skiptum fyrir kynlíf. Á upptökunni sést jafnframt hvar stúlkan hótar mönnunum því að hún kæri þá fyrir nauðgun fái hún ekki fíkniefni“

Þessi hljóð- og myndaupptaka leiddi síðar til þess að rannsókn á málinu var hætt og mennirnir hreinsaðir af grun um nauðgun ásamt því sem Ríkissaksóknari gaf út kæru á hendur stúlkunni fyrir rangar sakargiftir. Allt að 10 ára fangelsisvist getur legið við því að bera upp á mann rangar sakir. Þrátt fyrir upptökurnar sem lýst er að ofan var stúlkan sýknuð í héraði þann 12 október sl. Í annari frétt um málið á Vísi.is segir:

Í dómsorði segir að hún hafi verið staðföst í framburði sínum um atvik að þessu leyti í skýrslutökum hjá lögreglu og fyrir dómi og var framburður hennar trúverðugur að mati dómsins. Þá er lýsing á atvikum sem höfð er eftir henni í skýrslu um læknisskoðun á Neyðarmóttöku í fullu samræmi við skýrslur hennar hjá lögreglu og fyrir dómi.

Þá kemur fram að konan var undir áhrifum amfetamíns þegar atburðurinn átti sér stað. Hún heldur því fram að hún muni ekki eftir öllu sem gerðist vegna þessa. Það er staðfest af sérfræðingum að dómgreind bilist eftir að manneskja hefur neytt ákveðins lágmarks magns af amfetamíni. Sjálf reyndist konan vera sjöfalt yfir þeim mörkum.

Þetta lýsir ansi sérkennilegri stöðu í samfélaginu. Konan sem um ræðir krefst þess, undir áhrifum, að fá eiturlyf frá mönnunum, leitast svo við að stunda með þeim kynlíf en kærir svo fyrir nauðgun og kemst upp með það.

Þetta verður enn áhugaverðara þegar maður rifjar upp þær kröfur forréttindafemínista að sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum verði snúið við. Þ.e. að sá sem sakaður er um kynferðisbrot verði að geta sannað sakleysi fremur en að meint fórnarlamb þurfi að geta sannað verknaðinn. Þessi áróður hefur líka leitt til þess að nánast ómögulegt er fyrir þá sem orðið hafa fyrir ásökunum um kynferðisbrot fái uppreist æru þrátt fyrir sakleysi þar sem okkur er talinn trú um að það sé ómögulegt að sanna kynferðisbrot.

Diktafónn tryggir ekki að kona sem sakar mann ranglega um nauðgun fái refsingu fyrir vikið en hann gæti sparað manni fangelsisvist og ærumorð. Bara svona pæling.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: