Sori Valerie Solanas

1.9.2009

Blogg

Valerie Solanas var róttækur forréttindafemínisti og rithöfundur. Hún er einna þekktust fyrir að hafa reynt að ráða listamanninn Andy Warhol af dögum árið 1968. Á meðan hún sat inni fyrir morðtilraunina skrifaði hún karlahatursritið „SCUM Manifesto“ en SCUM í þessum titli stóð fyrir „Scociety for Cutting Up Men“.

Ólíkt mörgu heiðvirðu fólki sem gagnrýnt hefur forréttindafemínista er Valerie Solanas langt frá því að vera „persona non grata“ í heimi forréttindafemínista en nú í ágúst birtist á póstlista Femínistafélags Íslands auglýsing um íslenska þýðingu bókar Valeri, SCUM Manifesto.

Það er Nýhil sem gefur bókina út hér á landi og er það sprækur forréttindafemínisti að nafni Kristín Svava Tómasdóttir sem kynnir bókina á póstlistanum fyrir hönd Nýhils. Við skulum gefa Kristínu orðið:

„Mig langaði til að vekja athygli allra femínista á útgáfu Nýhils á verki herskáa ofurtöffarans Valerie Solanas, SCUM Manifesto, eða Sori: manifestó eins og það kallast í íslenskri þýðingu. Bókin er nýkomin í búðir og kostar bara 800kall. Fyrir þá sem ekki þekkja til er þetta kynngimagnaður reiðilestur Solanas yfir mannkyninu, þó einkum karlkyninu, sem hún vill útrýma: „Að kalla karlmanninn skepnu er oflof; hann er vél, gangandi dildó.“ er aðeins ein af mörgum stórfenglegum línum bókarinnar“

800 kall fyrir áróður um útrýmingu karlmanna – þetta er gefins!

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: