Sarpur | Bækur RSS feed for this archive

Bækur: Professing Feminism

19.12.2009

Slökkt á athugasemdum við Bækur: Professing Feminism

Bókin Professing Feminism: Cautionary Tales from the Strange World of Women’s Studies er skrifuð af tveimur afturbata forréttindafemínistum. Hvatinn af útgáfu bókarinnar segja þær vera áhyggjur sínar af dvínandi gæðum kvennafræða sem fræðigreinar (n.b. tillidagaheiti fyrir kvennafræði er kynjafræði). Í bókinni rekja þær hvernig þetta félagsvísindasvið hefur sífellt verið að færast nær og nær því að einangrast og þróa með sér innbyrðis skoðanakúgun. Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á akademísku hlið forréttindafemínisma þá er þetta skyldulesning.

Continue reading...

Bækur: Brainsex

25.10.2009

Slökkt á athugasemdum við Bækur: Brainsex

Þegar ég lagði bókina Brainsex frá mér hugsaði ég með mér „um hvað er eiginlega verið að rífast?“ Bókin er skrifuð af erfðafræðingnum Anne Moir og David Jessel, blaðamanni og leggur þar af leiðandi út frá þeim líffræðilega mun sem á kynjunum er. Kynjastríðið sem háð er í dag grundvallast á kenningum sem fæðast innan félagsvísindagreina háskóla um allan heim auk þess sem hugmyndir forréttindafemínista í grasrótarsamtökum ná að einhverju marki hljómgrunni. Sú raunvísindalega nálgun sem bókin gengur út frá nær langt með að slá margt af því sem forréttindafemínistar halda fram út af borðinu.

Continue reading...

Bækur: The Myth of Male Power

5.7.2009

Slökkt á athugasemdum við Bækur: The Myth of Male Power

Bókin The Myth of Male Power eftir Warren Farrel hefur verið mörgum jafnréttis- og karlréttindasinnum innblástur í gegnum tíðina. Ég man vel þegar ég las hana sjálfur á sínum tíma og hvaða áhrif hún hafði á mig sem karlmann í íslensku samfélagi. Bókin er vissulega róttæk og dregur vel fram staðreyndir um kynjakerfið sem við erum almennt ekki vön að sjá þar sem við ölumst jú upp í því kerfi sem bókin gagnrýnir svo listilega. Ég mæli hiklaust með bókinni við alla þá sem hafa áhuga á jafnréttis og karlréttindamálum með þeirri viðvörun þó að þú munt ekki sjá samfélagið í sama ljósi og áður. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Continue reading...

Bækur: Who Stole Feminism?

20.6.2009

Slökkt á athugasemdum við Bækur: Who Stole Feminism?

Bókin Who Stole Feminism? How Women have betrayed women er uppgjör höfundar, Christina Hoff-Sommers við bandarísku femínistahreyfinguna. Bókin er sterk ádeila á femínisma eins og hann birtist höfundi bæði á meðan hún tilheyrði hreyfingunni og eins eftir að hún sagði skilið við hana eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að byltingin hefði étið börnin sín. Höfundur lýsir og rökstyður vel þá skoðun sína að femínisminn hafi breyst til hins verra á síðari árum og kynnir til sögunnar einfalda aðgreiningu á femínistum í þessum dúr, annarsvegar talar hún um „Equity feminism“, sem gæti útlaggst jafnréttisfemínismi og hinsvegar „Gender feminism“ sem gæti útlaggst Forréttindafemínismi.

Continue reading...