Bókin Spreading Misandry eftir Dr. Katherine Young og Paul Nathansoner er fyrsta bók af þremur í seríu höfunda um greiningu höfunda á stöðu karlmannsins í nútímasamfélagi.
Þessi bók fjallar sérstaklega um þá ímynd sem dregin er upp af karlmönnum í poppkúltúr nútímans og veltir fyrir sér hversvegna sumt má segja um karlmenn en ekki konur. Rakin eru dæmi um frægar kvikmyndir og sjónvarpsþætti þar sem dregin er upp heldur dökk mynd af karlmönnum sem ýmist fávitum, kæruleysingjum, drykkjuhrútum og almennum aulum og útskýrt hvernig menning karlahaturs hefur skaðleg áhrif á karlmenn sem varla þurfa annað en að opna augun til að sjá og upplifa karlfyrirlitningu í einhverri mynd.
Höfundar benda á að jafnvel orðið „misandry“ (ísl. karlfyrirlitning) er nánast óþekkt meðal fólks á meðan allir þekkja orðið sem stendur fyrir hina hliðna á þeim tenging, „misogyny“ eða kvenfyrirlitningu sem er athyglisvert í sjálfu sér.
Segja má að þessi bók eigi mikið erindi við íslenska lesendur einmitt nú þegar við heyrum í vaxandi mæli viðhorf á borð við þau að konur séu betri en karlmenn á einhvern hátt, t.d. þegar kemur að viðskiptalífinu en í dag telur jafnvel framáfólk í viðskiptum og stjórnmálum það ekki eftir sig að dylgja að því að sjálft efnahagshrunið sé afleiðing eðlislægra ágalla karlmanna og konur séu remedía alls ills.
Bent er á að í þjóðfélaginu ríki þöggun um tilurð karlfyrirlitningar. Karlmenn sem sjái og finni fyrir þessum háværa undirtóni vilji ekki eða geti ekki tjáð sig þar sem það muni hafa skaðleg áhrif á þá. Þá er bent á þá gjá sem þetta myndar milli kynjanna í samfélagslegu tilliti.
Útgáfuár: 2001
Síðufjöldi: 370
SJ
7.12.2010
Bækur