Hlaðvarpinn

19.3.2010

Blogg

Hlaðvarpinn er sjóður sem stofnaður er af hluthöfum Hlaðvarpans ehf. til styrktar menningarmálum kvenna á Íslandi. Stofnfé sjóðsins er söluandvirði fasteigna félagsins að Vesturgötu 3 í Reykjavík sem íslenskar konur keyptu árið 1985.

Styrktarsjóðurinn hefur úthlutað árlega a.m.k. frá árinu 2008 styrkjum til ýmissa verkefna sem konur standa að. Nú síðast c.a. 30 milljónum króna. Mbl.is sagði einmitt frá síðustu útlutun sjóðsins í frétt þann 25. jan sl.

Á vef Hlaðvarpans kemur fram að stjórn sjóðsins skipi:

  • Drífa Snædal, formaður
  • Kristín Ástgeirsdóttir, varaformaður
  • Ragnhildur Richter, ritari
  • Guðrún Erla Geirsdóttir, gjaldkeri
  • Þóra Tómasdóttir, meðstjórnandi
  • Brynhildur G. Flóvenz, varamaður
  • Hrefna Haraldsdóttir, varamaður

Það er einmitt það. Þarna eru samankomnir nokkrir helstu forréttindafemínistar þjóðarinnar. Meðal annars sjálf Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu sem gegnir varaformennsku.

Í ljósi þess hvernig stjórnin er skipuð – og þá ekki síst hvaða konur gegna formennsku og varaformennsku finnst mér afar áhugavert að velta fyrir mér annarsvegar því að sjóðurinn úthluti bara til kvenna og hinsvegar að stjórn sjóðsins skuli bara vera skipuð konum. Ekki bara einhverjum konum heldur einmitt konunum sem hafa sennilega talað hvað mest allra íslendinga fyrir því að kynjakvóta þurfi að setja allt frá Alþingi íslendinga niður í sjónvarpssal (og þar á milli kynjakvóta um styrkjaúthlutanir).

Ég býst við að í heimi forréttindafemínista kallist þetta jafnrétti í reynd eða eitthvað þvíumlíkt en í mínum heimi kallast þetta einfaldlega tvöfalt siðgæði.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: