Hugmyndasmiðja VG um konur

25.2.2010

Blogg

Þetta er tekið úr kvenfrelsiskafla stefnuyfirlýsingar Vinstri hreyfingarinnar:

„Femínistar telja að í flestum ef ekki öllum samfélögum hafi hingað til ríkt karlveldi óháð ríkjandi efnahagskerfi og samfélagsgerð. Karlveldið sé sjálfstæður valdaþáttur og tilvera þess byggist á kerfi sem einkennist af því að karlar hafi undirtök á flestum sviðum, en konur séu valdalausar og undirgefnar

Ég velti stundum fyrir mér hvernig það sé að vera kona og lesa svona álit um sig. Hugmyndasmiðja VG er hér að segja að konum hafi í gegum alla þróunarsögu mannkyns hreinlega mistekist að þróa með sér nokkurskonar styrkleika til mótvægis við styrkleika karla og séu hvorki meira né minna en valdalausar og undirgefnar.

Og VG bætir um betur:

„Hugmyndasmiðja VG bendir á að kúgun kvenna er bæði dulin og auðsæ“

Kúgun kvenna? Ég veit ekk með ykkur en mér hefur einhvernvegin tekist að fara á mis við þessar valdalausu, undirgefnu og kúguðu konur í mínu lífi. Jú auðivtað hef ég séð og kynnst konum sem geta talist undirgefnar, sumar líka valdalitlar á einhverjum sviðum. En það verður líka sagt um fjöldan allan af körlum sem ég hef hitt á lífsleiðinni.

Allir einstaklingar leitast við að nota styrkleika sína í nálgun sinni á lífið og í öllum samskiptum, það er okkur náttúrulegt. Að segja að konum hafi ekki tekist að þróa með sér neina styrkleika sem skapi þeim völd yfir aðstæðum sínum er ódulbúin lítilsvirðing við allar konur.

Þetta kjósa svo konur í stórum stíl.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: