Minni eftirspurn? – aukið framboð!

15.2.2010

Blogg

Eftirfarandi er tekið úr áliti minnihluta félagsmálanefndar vegna frumvarps til fjárlaga 1998 (feitletrun mín):

„Á síðasta þingi gagnrýndi minni hlutinn harðlega að atvinnusjóður kvenna var settur undir Atvinnuleysistryggingasjóð. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1998 er engan veginn hægt að sjá hvað sjóðnum er ætlað, en upplýst var á fundi nefndarinnar að sem fyrr eru 20 millj. kr. áætlaðar til styrktar atvinnusköpun kvenna. Jafnframt kom fram að dregið hefur úr umsóknum í sjóðinn og einnig að fyrirhugað er að endurskoða reglur hans í ljósi breyttra aðstæðna. Minni hlutinn tekur undir að sjóðurinn er mikilvægur og ætti auðvitað að fá mun meira fé

Skemmtileg þversögn. Þegar þörfin minnkar (umsóknum fækkar) þá blasir við forréttindafemínistum þörf á auknum fjárveitingum til málaflokksins.

Undir þetta rita svo þrír þáverandi þingmenn ásamt nefndarformanni, Kristínu Ástgeirsdóttur núverandi framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu.

SJ

,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: