Ég var að horfa á myndina Blood Diamond. Myndinni er ætlað að vekja áhorfendur til umhugsunar um félagslegar afleiðingar verslunar með svokallaða blóðdemanta – þ.e. demanta sem koma frá stríðshrjáðum svæðum og fjármagna beint eða óbeint átök á svæðinu. Myndin var, eins og gengur, full af ofbeldi og vondum karlmönnum að drepa fólk í því upplausnarástandi sem ríkti í Sierra Leone á tíunda áratugnum og mansal kom töluvert við sögu.
Í lok myndarinar var svo leitt út fyrir áhorfandann hvernig allt þetta er erkióvinum forréttindafemínista, körlum í jakkafötum, að kenna sem nýta sér neyð fátækra til að grafa eftir demöntum oft í hreinni nauðungarvinnu svo þeir geti grætt reiðinnar býsn af peningum.
Af einhverjum ástæðum var ekkert farið út í það hvaðan eftirspurn eftir demöntum kemur og hvaða fólk það er sem ber þessa eðalsteina.
SJ
20.1.2010
Blogg