Byggðastofnun auglýsir um þessar mundir styrki fyrir konur til markaðssetningar erlendis á handverki og hönnun.
Þátttökurétt hafa konur og fyrirtæki í eigu kvenna (a.m.k. 50%) með lögheimili á starfssvæði Byggðastofnunar.
Ekki veit ég hversvegna Byggðastofnun er að útdeila styrkjum sem mismuna körlum og enn síður veit ég hvernig stofnunin sér þetta samræmast 24. gr. jafnréttislaga sem bannar mismunun á grundvelli kynferðis.
Mig grunar þó að til séu forréttindafemínistar sem væru til í að spreita sig á að svara því hvaða hlutlægu þættir gætu réttlætt það.
Sjá nánar hér.
SJ
12.1.2010
Blogg