Vísir.is birtir frétt þess efnis að Anthony Cucolo ,hershöfðingi í Norður Írak, hafi hótað að leiða liðsmenn sína fyrir herrétt ef þeir verði ófrískir á meðan þeir gegna herþjónustu þar í landi en fjölmargar konur eru sagðar í bandaríska hernum.
Án þess að hafa séð það enn þá sé ég í hendi mér hvernig forréttindafemínistar í Bandaríkjunum munu mótmæla þessu og segja þetta mismunun gagnvart konunum.
Þetta leiddi huga minn að tveimur dæmum úr bandaríska hernum sem ég las einhverntíman um. Annarsvegar voru það ummæli herlæknis sem þjónaði í Kúvæt. Hann sagði:
„It isn’t politically correct to even discuss this in ther services, but … a large percentage of women soldiers are electively aborting their fetuses after they’ve served their purpose of enabling them to avoid their tour of duty in Operation Desert Storm … It is wrong to use a fetus tho shirk the responsibility for which you have signed for“
Hitt dæmið er svo sagan af því þegar 36 kvenkyns áhafnarmeðlimir herskipsins USS Acadia urðu skyndilega óléttar kortér í bardaga þegar skipinu hafði verið úthlutað verkefni í Persaflóastríðinu.
Ef karlar gætu nú dundað sér í hernum og orðið svo bara óléttir til að sleppa við þátttöku í stríði … ja þá værum við sko að tala um alvöru feðraveldi!
SJ
28.12.2009
Blogg