Dýr skilnaður Tiger

20.12.2009

Blogg

Á vef mbl.is er nú greint frá því að eiginkona kylfingsins Tiger Woods eigi nú í viðræðum við skilnaðarlögfræðinga sem hafa sérhæft sig í málum fólks sem eiga miklar eignir. Í fréttinni kemur fram að hjónaleysin hafi upphaflega búið í Kaliforníu þar sem jafnan er gengið út frá því að eignir skiptist til helminga við skilnað en nú búa þau í Florida. Í fréttinni segir ennfremur:

„Í Florida er horft til þess sjónarmiðs að sá sem aflar teknanna fái að halda þeim að stærstum hluta. Hins vegar er einnig litið til þess sjónarmiðs að maki sem hafi búið við velsæld og sé vanur ákveðnum lífsstíl eigi rétt á að halda honum“.

Ég er með tvær vangaveltur þessu tengdu:

  1. Hversvegna í ósköpunum þarf að borga eiginkonum laun fyrir hjónaband?
  2. Hversvegna ætli aldrei sé litið til tekna kvenna af skilnuðum þegar launamunurinn er mældur?

Þegar stórt er spurt.

SJ

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: