Lausn á rekstrarvanda fyrirtækjanna

10.10.2009

Blogg

Ódýrt vinnuaflErt þú einn hinna fjölmörgu íslendinga sem veltir nú fyrir sér hvernig í fjáranum hægt sé að sigla út úr þeim efnahagsþrengingum sem nú dynja á okkur? Ert þú kannski karl eða kona sem átt og/eða rekur fyrirtæki sem á hverjum degi rær lífróður vegna afleiðinga hrunsins og velti fyrir þér hvað hægt sé að gera til að sigla í var?

Nú getur þú tekið gleði þína á ný því lausninn er fundin! Íslenskir forréttindafemínistar og aðrar kvenrembur hafa fundið lausnina og það besta við hana er að hún er alveg þræleinföld í útfærslu og framkvæmd – í rauninni bara tvíþætt.

Í fyrsta lagi er okkur nú sagt að það  besta sem fyrir íslenskt samfélag getur komið – og þar með fyrirtækin – sé að hafa konur í stjórn fyrirtækja. Forréttindafemínistar segja okkur hvað eftir annað að „rannsóknir sýni“ að fyrirtæki sem stjórnað er af konum hafi hærri arðsemi eigin fjár. Ég hef reyndar aldrei séð þessar rannsóknir, en varla fara forréttindafemínistar að segja okkur ósatt eða hvað? Ef ég rifja upp bara nokkur ummæli þessara kvenna núna undanfarið þá ætti fyrirtæki með kvennastjórn að vera ónæmt fyrir efnahagslægðum sökum kvenlegs innsæis og einhverju sem þær kalla áhættumeðvitund. Ísland hefði aldrei tekið svona dýfu ef karlar hefðu bara haft gæfu til að sjá hvað konur eru miklir snillingar – svona í eðli sínu.

Í öðru lagi þá höfum við nú í áratugi haft upplýsingar frá þessum sömu hópum forréttindafemínista og kvenremba að konur séu almennt svo vitlausar að þær láti greiða sér allt að 40% lægri laun en karlar fyrir samskonar störf. Það þarf varla að skenkja núverandi stjórn fyrirtækisins mikið áfengi til að fá hana til að samþykkja þá augljósu hagræðingu sem fellst í reka karlkyns starfsmenn og ráða bara konur á 40% afslætti. Í mannafslfrekum rekstri getur svona lækkun einfaldlega skipt sköpum.

Semsagt, tveggja skrefa leið út úr vandanum og inn í efnahagslega útópíu undir stjórn kvenna. Þá er bara eftir að finna lausn á vanda heimilanna – sem einhver sagði mér nú að hefðu verið meira og minna undir stjórn kvenna allan tímann.

Æ við þurfum kannski að hugsa þetta eitthvað betur með heimilin … gefum stelpunum í Femínístafélaginu smá svigrúm til að kokka upp einhverja lausn á því. Ég giska á að lausnins sem þær leggji til snúist á einhvern hátt um meiri aðkomu og stjórn kvenna. En hvað veit ég?

SJ

, , ,

Lokað er á athugasemdir.

%d bloggurum líkar þetta: